Guðmundur Tómasson (Bergstöðum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 22. október 2018 kl. 20:43 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 22. október 2018 kl. 20:43 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Viglundur færði Guðmundur Tómasson á Guðmundur Tómasson (Bergstöðum))
Fara í flakk Fara í leit

Guðmundur Tómasson, Bergsstöðum, fæddist í Landeyjum þann 24. júní 1886 og lést 12. október 1967. Guðmundur byrjaði ungur sjómennsku og var á fyrstu mótorbátunum eins og á Ingólfi með Guðjóni Jónssyni á Sandfelli og fleiri bátum. Formennsku byrjaði Guðmundur árið 1912 á Víking. Síðan tók hann við Marz og var með hann til ársins 1921. Eftir það var Guðmundur með hina ýmsu báta næstu áratugina á eftir. Hann var á sjó í rúmlega 60 ár og þar af formaður í 50 ár.

Óskar Kárason samdi formannavísu um Guðmund:

Gvendur traustur Tómasson
telur margan róður.
Ennþá girnist afla von
arkar stjórinn góður.

Heimildir

  • Sjómannablaðið Víkingur. Farmanna- og Fiskimannasamband Íslands.