Guðjón Jónsson (Heiði)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 20. janúar 2018 kl. 13:39 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 20. janúar 2018 kl. 13:39 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Sjá aðgreiningarsíðuna fyrir aðra sem hafa borið nafnið „Guðjón Jónsson


Guðjón í Heiði, mynd tekin í mars 1928. Guðjón er því 45 ára á þessari mynd.

Guðjón Jónsson, Heiði, fæddist 18. maí 1882 að Indriðakoti undir Eyjafjöllum og lést 22. mars 1963. Guðjón var þríkvæntur. Fyrsta eiginkona hans hét Sigríður Nikulásdóttir. Þau giftust árið 1906. Hún lést árið 1917 og eignuðust þau tvö börn. Önnur eiginkona hans hét Guðríður Jónsdóttir. Guðríður var ekkja Sigurðs Sigurfinnssonar. Hún lést frá Guðjóni. Þriðja eiginkona Guðjóns var Bjarngerður Ólafsdóttir. Guðjón lést áttræður. Gerða, eins og Bjarngerður var kölluð, var öllu yngri en Guðjón og lést hún tæpum 33 árum síðar.

Árið 1898 fór Guðjón til Vestmannaeyja á fjallaskip með Friðriki Benónýsyni og var með honum nokkrar vertíðir. Ásamt honum keypti hann Portland og var þar háseti og formaður. Árið 1913 var Guðjón með Friðþjóf og síðar Gamm. Árið 1918 keypti Guðjón Kára Sölmundarson og var með hann til ársloka 1927. Þá tók Guðjón við Geir Goða þar sem hann varð aflakóngur árið 1928. Síðar var hann með ýmsa báta allt til 1946 og hafði þá verið formaður í 40 vertíðir.

Myndir


Heimildir

  • Sjómannablaðið Víkingur. Farmanna- og Fiskimannasamband Íslands.