Unnur Pálsdóttir (Túnsbergi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 16. júlí 2012 kl. 16:16 eftir Daniel (spjall | framlög) Útgáfa frá 16. júlí 2012 kl. 16:16 eftir Daniel (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit
Unnur í eldhúsinu á Skálholti árið 1969

Unnur Pálsdóttir fæddist 3. mars 1911 og lést 12. maí 2000. Unnur bjó í húsinu Túnsberg við Vesturveg 22.

Eiginmaður Unnar var Sveinn Guðmundsson.

Unnur hóf störf á elliheimilinu Skálholti 17. maí 1966 og tók við starfi forstöðukonu tæpu ári síðar, þann 8. mars 1967. Hún gegndi því starfi til gossins árið 1973 en Skálholt fór undir hraun. Hún tók við starfi forstöðukonu Hraunbúða þegar það elliheimili var tekið í notkun 1. september 1974. Því gegndi hún í nær 5 ár. Unnur helgaði sig af lífi og sál elliheimilunum og vistfólkinu. Í Skálholti var hún alltaf ein á næturvakt auk dagvinnu og hélt góðri reglu og aga.

Hún bjó síðustu ár ævi sinnar á Hraunbúðum.

Myndir


Heimildir

  • „Unnur Pálsdóttir.“ Tímamót. Vestmannaeyjar: Lionsklúbburinn, 1987.