Jón Bergur Jónsson (yngri)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 27. júlí 2012 kl. 12:39 eftir Daniel (spjall | framlög) Útgáfa frá 27. júlí 2012 kl. 12:39 eftir Daniel (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Sjá aðgreiningarsíðuna fyrir aðra sem hafa borið nafnið „Jón Jónsson


Jón Bergur yngri

Jón Bergur Jónsson, Ólafshúsum, fæddist í Vestmannaeyjum 15. júní 1900 og lést 15. maí 1964. Foreldrar hans voru Jón Bergur Jónsson og Elín Sigurðardóttir. Jón Bergur ólst upp hjá föður sínum og seinni konu hans Jórunni Erlendsdóttur. Jón Bergur var kvæntur Sveinbjörgu Bjarnadóttur og bjuggu þau í nokkur ár að Víðivöllum.

Jón byrjaði sjómennsku ungur á Svan hjá Jóni Ingileifssyni. Árið 1925 varð Jón formaður á Laxfossi sem þá var stærsti bátur í Vestmannaeyjum. Árið 1928 fór Jón til Ameríku og var í mörg ár í röð fremstu togaramanna í Boston. Eftir 11 ára veru erlendis kom hann heim til Vestmannaeyja og var að mestu á togurum þar til að hann missti heilsu.

Myndir


Heimildir

  • Sjómannablaðið Víkingur. Farmanna- og Fiskimannasamband Íslands.
  • Guðjón Ármann Eyjólfsson. Vestmannaeyjar - byggð og eldgos. Reykjavík: Ísafoldaprentsmiðja, 1973.