Guðsteinn Þorbjörnsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 24. júlí 2012 kl. 12:25 eftir Daniel (spjall | framlög) Útgáfa frá 24. júlí 2012 kl. 12:25 eftir Daniel (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit
Guðsteinn

Guðsteinn Ingvar Þorbjörnsson frá Reynifelli fæddist 6. september 1910 og lést 14. febrúar 1995. Foreldrar hans voru Margrét Gunnarsdóttir og Þorbjörn Arnbjörnsson. Þau bjuggu á Vesturvegi 15b, Reynifelli.

Kona Guðsteins var Margrét Guðmundsdóttir. Á meðal barna þeirra var Reynir Guðsteinsson skólastjóri.

Guðsteinn var formaður á mótorbátnum Unni.

Óskar Kárason samdi formannavísu um Guðstein:

Guðsteinn heitir arkar ás,
ýtinn sjós á grunni.
Dragnótar þá dregur lás,
drjúgan hleður Unni.

Myndir


Heimildir

  • Óskar Kárason. Formannavísur. Vestmannaeyjum, 1950.