Þjóðhátíðarlag (1975)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 25. júlí 2005 kl. 11:25 eftir Jonas (spjall | framlög) Útgáfa frá 25. júlí 2005 kl. 11:25 eftir Jonas (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit
Þjóðhátíðarlag
1974 1975 1976
Nú hátíð enn við höldum
það hlýlegt alltaf er,
er hústjöldum við tjöldum
teygum sykurvatn og ger,
á Breiðabakka dönsum við
og döðrum nú í ár,
því Dalurinn er enn af vikri sár.
Flugeldar og brenna
já gleði koma á kreik
svo krakkar jafnt sem fullorðnir
bregða sér á leik
Allir eru ánægðir og allir skemmta sé
alltaf hreint á þjóðhátíðum hér.
Dönsum nú og dönsum
dönsum fram á dag
augnablik ei stönsum
en raulum þetta lag.
Öll nú verðum ánægð
já öll nú létt í lund
lifum saman þessa unaðsstund.
Lag og texti: Gylfi Ægisson