Blik 1971/Sigursælir knattspyrnugarpar

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 28. september 2010 kl. 20:50 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 28. september 2010 kl. 20:50 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Blik 1971/Sigursælir knattspyrnugarpar“ [edit=sysop:move=sysop])
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Efnisyfirlit 1971



Sigursælir knattspyrnugarpar


Blik birtir hér fyrir aftan þrjár myndir frá s.l. sumri, þar sem sýnd eru andlit hinna sigursælu ungu Eyjabúa í knattspyrnukappleikjum á s.l. ári. Ágúst Karlsson, fréttaritari Í.B.V. hér í bæ hefur veitt Bliki þessa fræðslu og færir Blik honum alúðarþakkir fyrir.

Á s.l. ári unnu yngri flokkar Í.B.V. hvorki meira né minna en þrjá bikara á Íslandsmótinu í knattspyrnu. Voru það 2., 3. og 4. flokkur. Auk þess varð svo 2. flokkur bikarmeistari. Flokkar þessir fóru með marga sigra af hólmi, áður en til úrslitaleikja kom. Má þar nefna, að 2. fl. sigraði Val með 2:0, Breiðablik með 3:2og Í.A. með3:2.
3. flokkur sigraði með nokkrum yfirburðum, m.a. Fylki með 6:1, Gróttu með 6:0 og Grindavík með 13 :0.
4. flokkur sigraði mótherja sína m.a. þannig: K.R. með 3:1, Grindavík með 8:0 og Ármann með 3:0.
Í bikarkeppni 2. flokks lék Í.B.V. fyrst gegn Haukum frá Hafnarfirði og sigraði Í.B.V. í þeim leik með 5:1. Því næst léku Eyjapiltar við jafnaldra sína á Akranesi. Gekk Í.B.V. með sigur af hólmi, 2:1.
Til úrslita lék svo Í.B.V. við Þór frá Akureyri. Í.B.V. sigraði með 1:0 og var þar með orðið bikarmeistari í 2. flokki 1970.
Á Íslandsmótinu lék 2. flokkur til úrslita gegn K.R., en áður hafði Í.B.V. gefið sína leiki. Úrslit leiksins við K.R. urðu þau, að Í.B.V. bar sigur úr býtum, skoraði eitt mark gegn engu.
3. flokkur átti að leika þrjá úrslitaleiki (4 riðla), en Þróttur frá Neskaupstað gaf sína leiki. Lék Í.B.V. því aðeins gegn Í.B.Í., og sigraði með 2:0, og svo við Völsunga frá Húsavík og unnu þá með 4:0.
Leifur Leifsson Ársælssonar vann það afrek að skora öll 4 mörkin í þeim leik.
4. flokkur átti að leika tvo úrslitaleiki, en Þór á Akureyri gaf sína leiki. Lék Í.B.V. aðeins gegn Í.A. og sigraði með miklum mun, eða 6:1.


ctr


Bikarmeistarar 2. flokks Íþróttabandalags Vestmannaeyja árið 1970. (Myndin er tekin að loknu samsæti bæjarstjórnar í Samkomuhúsinu síðla hausts 1970).

Afasta röð frá vinstri: 1. Óskar Valtýsson. 2. Örn Óskarsson. 3. Sigurður Þór Sveinsson.
Miðröð frá vinstri: 1. Stefán Jónasson. 2. Þórður Hallgrímsson. 3. Friðrik Guðlaugsson. 4. Þorvaldur Kristleifsson. 5. Steinar Óskarsson. 6. Helgi Gunnarsson. 7. Einar Ottó Högnason.
Fremsta röð frá vinstri: 1. Ársæll Sveinsson. 2. Ásgeir Sigurvinsson. 3. Ólafur Sigurvinsson, fyrirliði. 4. Snorri Aðalsteinsson. 5. Ingibergur Einarsson. 6. Viktor Helgason, þjálfari.


ctr


Íslandsmeistarar Í.B.V. í 4. flokki 1970.

Aftasta röð frá vinstri: 1. Valþór Sigþórsson. 2. Haraldur Gunnarsson. 3. Björn Svavarsson. 4. Pétur Steingrímsson.
Miðröð frá vinstri: 1. Jóhann Jónsson. 2. Einar Bjarnason. 3. Bogi Andersen. 4. Sigurður Ólafsson.
Fremsta röð frá vinstri: Sveinn Sveinsson. 2. Viðar Elíasson. 3. Tómas Jóhannesson. 4. Herbert Þorleifsson. 5. Karl Sveinsson. 6. Þorvarður Þorvaldsson. 7. Sigurlás Þorleifsson.


ctr


Íslandsmeistarar 3. flokks 1970.

Aftari röð frá vinstri: 1. Baldvin Harðarson. 2. Hjörtur Ólafsson. 3. Guðjón Pálsson. 4. Leifur Leifsson. 5. Páll Magnússon. 6. Jóhannes Long. 7. Ingibergur Einarsson.
Fremri röð frá vinstri: 1. Haraldur Óskarsson. 2. Magnús Þorsteinsson. 3. Ársæll Sveinsson. 4. Ásgeir Sigurvinsson. 5. Einar Ingólfsson. 6. Tryggvi Garðarsson.




Til séra Þorsteins L. Jónssonar, sóknarprests.
Mildað hefur þras og þref
og þrautir fólks í sinni;
unaðsstundir oft ég hef
átt í návist þinni.


Haltu þinni höfðingslund,
hærur prúðar kembdu,
lífsins njóttu langa stund,
ljóð og ræður semdu.
G.B.G.



VIÐ VARÐELDINN
Skátasöngur
(Lag: Söngur förusveinsins)
Nú kátir skátar kyrja lag
og kynda varðeld sinn,
þeir blessa að kveldi bjartan dag
og bláan himininn.
Tra la la, tra la la, tra la la,
tra la lalla lalla lalla lalla la,
tra la la. Heiðan himininn.


Hve dýrðlegt er við dagslokin
að dvelja í vina hóp
og verma sig við varðeldinn
við vísnasöng og hróp.
Tra la la o.s.frv. ...hraustra skáta hróp.


Og kvöldið líður, kemur nótt
og kveðjast vinir senn.
-Í hvílum munu hvíla rótt
hvíldarþurfi - menn.
Tra la la o.s.frv.... Morgunglaðir menn.
Trausti Eyjólfsson


Guðni kaupfélagsstjóri og Hafsteinn skipaeftirlitsmaður glettust stundum græskulaust í ljóðum. Þegar kaupfélagsstjórinn hafði fest kaup á nýrri bifreið:

Gárungarnir það tæpast telja
tjón á sviði efnahagsins,
þó að hafi benzín belja
bætzt á jötu kaupfélagsins.
H.St.