Hásteinn
Hásteinn stendur neðan við Austur-Há. Í daglegu tali er aðeins sagt Há en í raun eru þær þrjár; Há-Há, vestur af Dalfjallshrygg og gegnt Klifinu. Blá-Há, blágrýtishöfði austur úr Há-Há. Austur-Há, stendur næst byggðinni við Hástein.
Í Krukkspá sagði að gerðust þrír atburðir samtímis í Vestmannaeyjum, myndu Tyrkir ræna þar á ný. Þessir atburðir voru: 1) Að byggð færi vestur fyrir Hástein. 2) Að vatnsbólið í Vilpu legðist af. 3) Að biskupssonur vígðist til prests í Vestmannaeyjum.