Blik 1963/Leiðréttingar
Leiðréttingar
Nokkur mistök höfðu átt sér stað um ýmislegt efni ritsins í fyrra. Hér verða nokkur þau helztu leiðrétt:
Á bls. 83 er þess getið, að hjónin í Draumbæ, Ingimundur Sigurðsson og Katrín Þorleifsdóttir, hafi farið til Ameríku 1891. Kunnugir og langminnugir segja þetta rangt, segja þau hjón aldrei hafa farið vestur. Þau hafi dáið hér í Eyju og séu grafin í Landakirkjugarði. Ég hefi enga ástæðu til að rengja það, enda þótt ég hafi freistast til að nota hér heimildina, sem blaðadómar hafa sagt merka. Þarna hefur hún samt reynzt í lakasta lagi. (Vestur-ísl. æviskrár).
Á bls. 111 er mynd af Gísla Engilbertssyni. Óvart er hann sagður Stefánsson. Óskast leiðrétt.
Á bls. 155 eru nokkrar línur um Júlíus K. Þórðarson, skólabróður séra Jes A. Gíslasonar. Það sem sagt er um útgerð hans og þingmennsku, er einskær vitleysa, enda þótt klausan sé tekin orðrétt upp úr Íslenzkum œviskrám. Svona geta „merkar heimildir“ reynzt stundum.
Á bls. 168 er getið ræðumanna í 40 ára afmælishófi Týs. Á nœstu bls. (169) eru birtar myndir af ræðumönnunum. Annar ræðumaður í röð lengst til hægri er Páll Scheving, vélstjóri, og þriðji maður er séra Þorsteinn L. Jónsson, sóknarprestur. Hér er um rugling að ræða í prentun.
Ég bið velvirðingar á öllum þessum skekkjum. — Þ.Þ.V.
(Þetta hefur verið leiðrétt í ritinu á Heimaslóð)