Blik 1958/Gagnfræðaskólinn í Vestmannaeyjum er vígi, kvæði
Kvæði þetta flutti höfundurinn, séra Halldór Kolbeins, skólanum 9. febrúar s.l., er gagnfræðadeild skólans var slitið.
- Lag: Hvað er svo glatt.
- Gagnfræðaskóli Vestmannaeyja er vígi,
- sem vel kann svala göfgri menntaþrá.
- Sá er hann vinur hugsjónanna hlýi,
- sem hollan styður vilja til að sjá,
- að þjóðarheill er þjóðleg skólakenning,
- að þróttur viljans sigri mannlífsþraut.
- Hans góða starf fyrir’ göfga, sanna menning
- skal gefa yndi og ljós á ævibraut.
- Gagnfræðaskóli Vestmannaeyja er vígi,
- Nú, vinir, heill og hamingja yður leiði
- og hljótið góðan frama á ævibraut.
- Og dyggðirnar og djörfung burtu eyði
- þeim döprum sið, er gerir lífið þraut.
- Þér vökumenn á verði skuluð standa
- og vaskir njóta þess, sem bezt er til.
- Sé ljós Guðs anda lausn úr hverjum vanda
- og láti yður vita á frelsi skil.
- Nú, vinir, heill og hamingja yður leiði
- Ofanleiti í Vestmannaeyjum, 9. febrúar 1958.