Blik 1951/Íþróttamál

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 3. júní 2010 kl. 21:50 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 3. júní 2010 kl. 21:50 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Efnisyfirlit 1951


ÍÞRÓTTAMÁL


Ásta Haraldsdóttir.



Ásta Haraldsdóttir á Vestmannaeyjamet í hástökki kvenna 1,32 m. Þar eð hún er ung að árum, er þess að vænta, að hún bæti þennan ágæta árangur sinn í íþróttinni.

Magnús Bjarnason.







Magnús Bjarnason er langefnilegasti hástökkvari okkar í drengjaflokki. Síðastliðið sumar stökk hann 1,70 m. á Drengjameistaramóti Íslands og kom flestum mjög á óvart með þessu afreki, enda þá aðeins 16 ára aldri.


Friðrik Ásmundsson.
Sveinn Tómasson

.



Auk þess að hafa lokið skyldunámi sínu í sundi hafa þeir Friðrik Ásmundsson og Sveinn Tómasson leyst af hendi allar þrautir í svokölluðu afreksstigi í sundi. Þeir eru hinir fyrstu, er leysa þessa þraut hér í sundlauginni. Með því hafa þeir rutt braut, sem margir eiga vonandi eftir að ganga á eftir þeim.
Þrautir þessa stigs eru: 100 m. bringusund undir 1,35 mín., 1000 m. bringusund undir 22 mín., 100 m. baksund, 50 m. skriðsund, 25 m. björgunarsund með jafningja, afklæðzt á sundi og sýnt björgunar-, lífgunar- og leysitök.

Ég óska þess, að þetta unga íþróttafólk haldi áfram íþróttaiðkunum sínum í tómstundum, kosti kapps um að halda uppi hreinu merki íþróttanna og noti þær til þess að viðhalda æskuþreki sínu.

Sigurður Finnsson.