Sundkennsla

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 29. júní 2005 kl. 16:17 eftir Skapti (spjall | framlög) Útgáfa frá 29. júní 2005 kl. 16:17 eftir Skapti (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Sundkennsla við Eiðið

Sigurður Sigurfinnsson hreppstjóri kom fyrstur manna fram með þá tillögu að sundkunnátta væri gerð að skilyrði fyrir burtfararprófi úr barnaskóla. Fyrsti sundkennari í Vestmannaeyjum var Friðrik Gíslason ljósmyndari, en hann var föðurbróðir Friðriks Jessonar, safnvarðar, sem lengst allra kenndi sund í Eyjum. Sundkennslan var fyrst um sinn á vegum Bjargráðafélags, sem þá starfaði í Vestmannaeyjum, en síðar sá Glímu- og sundfélag, sem sett var á laggirnar af Sigurði hreppstjóra, um kennsluna. Félagið lognaðist síðan út af árið 1897 og eftir það sá sýslunefnd um sundkennsluna.

Friðrik Gíslason kenndi sund til og með ársins 1894, en aðrir kennarar til aldamóta voru Guðjón Jónsson frá Sjólyst, Hjalti Jónsson, sem nefndur var Eldeyjar-Hjalti), Sigurður Sigurfinnsson og Gísli J. Johnsen í þrjú sumur. Kennt var í köldum sjó og fór árangur kennslunnar því mjög eftir veðri.

Sundkennsla hófst aftur árið 1903 undir leiðsögn Björgúlfs Ólafssonar, sem síðar varð þjóðkunnur læknir og rithöfundur. Haraldur Jónasson, síðar prestur að Kolfreyjustað, kenndi í fimm sumur, frá 1907-1911. Frá 1911-1922 voru Ásgeir Ásgeirsson, síðar forseti lýðveldisins, og bræðurnir Kristinn og Jóhann Gunnar Ólafssynir, frá Reyni, meðal kennarar. Eftir árið 1923 fór aðsókn vaxandi þó kennt væri í köldum sjó, 10-15 gráðu heitum. Stúlkur voru duglegri við sundiðkunina og fljótlega þurfti tvo kennara. Þá hófst sundkennaraferill Friðriks Jessonar. Ásdís, systir Friðriks, kenndi með bróður sínum í þrjú sumur. Þuríður Þorkelsdóttir byrjaði sundkennslu árið 1932. Þá kenndi Friðþjófur G. Johnsen sund í þrjú sumur.

Einar Sigurðsson segir í bókinni Fagurt er í Eyjum að sjö ára gamall hafi hann verið látinn læra sund.

„Sund var þá kennt inni á Eiði og synt í sjónum undir Litlu-Löngu og Bólverkinu fast undir berginu. Það var í fyrsta sinn sem stúlkum var kennt sund. Þótti þeim Guðmundur (Guðmundur Sigurjónsson sundkennari) harður við að drífa þær í sjóinn hvernig sem viðraði. Enginn sem fór út slapp með minna en að leggjast flatur í sjóinn og bleyta sig þrisvar sinnum allann [...]“


Miðhúsalaug

Árangur af kennslu í köldum sjó var ekki sem skyldi og fyrir frumkvæði Arinbjargar Ólafsdóttur bar Kristinn Ólafsson, þáverandi bæjarstjóri, fram tillögu á bæjarstjórnarfundi þann 27. janúar árið 1925 þess efnis „[...] að bæjarstjórn skori á Alþingi að setja lög um sundskyldu barna og unglinga á aldrinum 12-16 ára.“ Tillagan var samþykkt einróma í bæjarstjórn. Jóhann Þ. Jósefsson bar svo



Heimildir

  • Þorbergur Þórðarson, Fagur fiskur í sjó, 2. bindi. Reykjavík, 1968.
  • Við Ægisdyr II bindi, bls. 385-395.