Torfmýri

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 15. júlí 2005 kl. 14:51 eftir Skapti (spjall | framlög) Útgáfa frá 15. júlí 2005 kl. 14:51 eftir Skapti (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Torfmýri er gömul uppþornuð mýri í vesturhluta Herjólfsdals, þar sem að Golfklúbbur Vestmannaeyja starfrækir golfvöll í dag. Þar er talið að Ormur Bárðarson hafi reist sér bæ á landnámsöld.

Árið 1514 háðu Síðumenn, sem voru í kaupstaðarferð í Vestmannaeyjum, og enskir duggarar bardaga á Torfmýri og féllu í bardaganum 14 Englendingar og 1 Íslendingur. Ensku duggararnir voru dysjaðir í Tormýri á stað sem nú er horfinn undir golfvöllinn.

Á 15. og 16. öld var oft róstusamt í Vestmannaeyjum. Eru frá þessum tíma fyrstu fregnir um rán á Íslandi framin af útlendum sjóræningjum. Erjur þessar stöfuðu mest af viðureign umboðsmanna Danakonungs hér á landi við enska útgerðamenn og kaupmenn er tekið höfðu sér aðsetur í eyjunum í óþökk konungs, en Danakonungur taldi sig hafa öll yfiráð yfir norðurhluta Atlantshafs. Yfirráðin vildu enskir kaupmenn og farmenn ekki viðurkenna. Þeir sóttu fast í hin fengsælu Eyjamið og viðskipti við Eyjamenn.