Stefán Thordersen
Stefán Thordarsen, sóknarprestur að Ofanleiti var alþingismaður Vestmannaeyja 1865 til 1969. Fæddur í Odda á Rangárvöllum 5. júní 1829. Dáinn í Vestmannaeyjum 3. apríl 1889. Foreldrar Helga biskup og alþingismaður Thordarsen og kona hans Ragnheiður Stefánsdóttir Stephensen Ólafssonar. Kvæntur (4. maí 1865) Sigríður (fædd 24. ágúst 1831, dáin 29. mars 1919) Ólafsdóttir jústisráðs í Viðey Stephensen og 2. k. h. Mörtu Stefánsdóttur Stephensen, miðkonu Péturs amtmanns alþingismanns Havsteen. Stúdent 1846 á Bessastöðum. Skráður í stúdentatölu Hafnarháskóla sama ár. 2. lærdómspróf 1847. Lagði stund á lögfræði allmörg ár, en tók ekki próf. Varð aðstoðarmaður Magnúsar Stephensen sýslumanns í Rangárvallasýslu 1857 og settur sýslumaður þar síðar til 1859, settur sýslumaður í Vestmannaeyjum 1860 til 1861. Prestur í Kálfholti 1864 til 1876 en fékk Ofanleiti í Vestmannaeyjum 1885 og hélt því til æviloka.
Heimildir
- Eyjar gegnum aldirnar Guðlaugur Gíslason. ISBN 00003556930