Guðni Hermansen
Guðni Agnar Hermansen fæddist 28. mars 1928 og lést 21. september 1989. Foreldrar hans voru Störker Hermansen og Jóhanna Erlendsdóttir. Þau bjuggu í Ásbyrgi við Birkihlíð.
Þann 10. maí 1950 kvæntist Guðni Sigríði Kristinsdóttur. Börn þeirra voru Kristinn Agnar f. 1950 og Jóhanna f. 1954. Þau bjuggu á Birkihlíð 19. Í gosinu bjuggu þau á Hellu.
Guðni lærði málaraiðn hjá Tryggva Ólafssyni málarameistara í Eyjum 1949-53. Hann lauk prófi frá Iðnskóla Vestmannaeyja og sveinsprófi árið 1953 og meistarabréf árið 1956. Hann starfaði við málaraiðnina þar til hann sneri sér alfarið að myndlist.
Hann hélt sýningar í Vestmannaeyjum, Norræna húsinu, Kjarvalsstöðum og í Færeyjum.
Tenglar
Heimildir
- Kristján Guðlaugsson. Íslenskir málarar. Reykjavík: Málarameistarafélag Reykjavíkur, 1982.