Snið:Grein vikunnar
Vatnsveitan
Þrátt fyrir miður skemmtilegar heimsóknir ræningja, hættulegar glímur við sjóinn og kúgun í gegnum aldirnar, hafa Vestmannaeyingar óttast vatnsskort hvað mest. Ekki eru vatnslindir Vestmannaeyinga stórar eða vatnsmiklar og því hefur þurft að nota aðrar leiðir til að svala þorsta eyjaskeggja.
Árið 1965 var tillaga um vatnsleiðslu borin upp á fundi bæjarstjórnar. Hún var samþykkt með öllum atkvæðum. Vatnsmálið er eitt stærsta mál er komið hefur til kasta bæjarstjórnar, mál sem var hafið yfir flokkadrætti í bæjarstjórn og meðal bæjarbúa. Vatnsleiðslurnar var lagðar árin 1968 og 1971 upp á Landeyjasand. Dráttarskipið H.P. Lading renndi kaplinum í sjóinn í júlímánuði 1968. Lengd leiðslnanna er 22,5 km.
Öldum saman urðu Eyjamenn að spara hvern vatnsdropa og þeir sem komnir eru yfir miðjan aldur þola margir hverjir illa að sjá vatn renna úr krana að ástæðulausu.