Prestafjara

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 11. júlí 2012 kl. 11:16 eftir Daniel (spjall | framlög) Útgáfa frá 11. júlí 2012 kl. 11:16 eftir Daniel (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Prestafjara
Klettur við Prestafjöru.

Prestafjara stendur næst Kirkjubæ sem fór undir hraun. Þó stendur hún ansi langt þaðan, enda stækkaði nýja hraunið eyjuna um 2,3 km². Klettar sem heita Prestar standa við Prestafjöru, en nyrst í fjörunni er Urðavitinn. Nafngiftin er þannig til komin að þegar gaus, voru prestar Eyjamanna þeir sr. Þorsteinn Lúther Jónsson og sr. Karl Sigurbjörnsson. Sá fyrrnefndi var nokkuð þéttur á velli en hinn mjög grannvaxinn. Þóttu klettarnir tveir nokkuð líkir þeim í útliti og mun nafnið þannig til komið.