Hjörtur Einarsson (Geithálsi)
Hjörtur Einarsson, Geithálsi, fæddist 19. ágúst 1887 að Þorlaugargerði í Vestmannaeyjum og lést 30. desember 1975. Foreldrar hans voru Einar Sveinsson og Guðríður Helgadóttir.
Eiginkona Hjartar var Katrín Sveinbjarnardóttir og bjuggu þau á Geithálsi við Herjólfsgötu.
Formennsku hóf Hjörtur árið 1912 á Frið og var formaður þar til 1919 en þá lét hann af formennsku. Eftir það var hann vélamaður í fjölda vertíða.
Hjörtur bjó á elliheimilinu Skálholti við Urðaveg seinni árin.
Myndir
Heimildir
- Sjómannablaðið Víkingur. Farmanna- og Fiskimannasamband Íslands.