Þinghúsið

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 6. júlí 2007 kl. 11:26 eftir Daniel (spjall | framlög) Útgáfa frá 6. júlí 2007 kl. 11:26 eftir Daniel (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Þinghúsið stóð við Heimagötu á móti Magnúsarbakaríi. Það var Kapteinn Andreas August van Kohl sem að lét byggja þinghús þetta. Fyrst var það byggt á árunum 1856-57. Árlega hélt hann þing með Eyjamönnum. Kapteinn Kohl stofnaði herfylkinguna og stjórnaði frá Þinghúsinu. Austan við það var fangageymsla og fangagarður. Húsið var rifið árið 1903 og húsið Borg byggt á lóðinni. Húsið var þing- og barnaskólahús. Barnaskóli Vestmannaeyja var starfræktur á árunum 1904-1917. Þar var Pöntunarfélag Vestmannaeyja til húsa seinna meir. Húsið fór undir hraun 1973.


Heimildir