Áttundi áratugurinn

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 13. júní 2005 kl. 09:45 eftir Eyjavefur (spjall | framlög) Útgáfa frá 13. júní 2005 kl. 09:45 eftir Eyjavefur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Á áttunda áratuginum lækkaði bátafloti Vestmannaeyinga niður í 63 skip og hafði aldrei verið lægri, en tonnatalan jókst á þessum árum um 2.931 tonn, og réð því mestu tilkoma skutttogaranna og stærri skipa sem keypt höfðu verið til loðnuveiða.

Skuttogarar koma til sögunnar

Togaraútgerð hófst að nýju frá Vestmannaeyjum árið 1973 eftir nær 20 ára hlé.

Vestmannaey

Fyrstir til að kaupa skuttogara voru útgerðir Bergs Ve 44 eigendur Kristinn Pálsson og Sævald Pálsson og Hugins Ve 55 eigandi Guðmundur Ingi Guðmundsson ásamt skipstóranum Eyjólfi Péturssyni er þeir létu smíða v/b Vestmannaey Ve-54 fyrir sig í Japan árið 1972, en til landsins kom skipið fyrri hluta árs 1973.

Klakkur

Síðar kom skuttogarinn Klakkur, sem smíðaður var í Póllandi. Skip þessi eru 462 og 488 tonn að stærð.

Með þessum kaupum hófst blómleg togaraútgerð frá Vestmannaeyjum.


Truflun vegna eldgoss

Á vertíðinni 1973, eftir að eldgosið kom upp á Heimaey, var ringlureið í útgerð Vestmannaeyjaflotans. Bátarnir hrökkluðust úr heimahöfn sinni og dreifðust á hafnir á Suður- og Suðvesturlandi. Voru þeir gerðir þaðan út yfir vetrarmánuðina og fram á haust, að sjálfsögðu við mun erfiðari aðstæður en þeir höfðu í heimahöfn sinni.

Loðnu landað í gosinu

Þess ber að geta að meðan gosið stóð yfir var samt sem áður landað hér í Eyjum 23.300 tonnum af loðnu og brætt fram á vor.