Heimir Hallgrímsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 15. ágúst 2012 kl. 08:47 eftir Daniel (spjall | framlög) Útgáfa frá 15. ágúst 2012 kl. 08:47 eftir Daniel (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Heimir

Heimir Hallgrímsson er fæddur 10. júní 1967. Heimir er sonur Hallgríms Þórðarsonar og Guðbjargar Einarsdóttur. Kona Heimis er Íris Sæmundsdóttir.

Heimir lauk stúdentsprófi frá Framhaldsskólanum í Vestmannaeyjum árið 1987, Cand. odont. frá Háskóla Íslands árið 1994 og tannlækningaleyfi fékk hann 30. ágúst 1994. Heimir á Tannlæknastofu Heimis á Hólagötu 40.

Heimir lék fótbolta með ÍBV í fjölda mörg ár. Hann hefur þjálfað meistaraflokka félagsins, þar af meistaraflokk kvenna í fjöldamörg ár, ásamt því að vera vinsæll þjálfari hjá yngri flokkum ÍBV ásamt konu sinni. Heimir dúxaði á UEFA A þjálfaranámskeiði sem lauk í mars 2006. Þjálfarar með UEFA A gráðu hafa leyfi til að þjálfa alla flokka og í öllum deildum á Íslandi. Jafnframt er þjálfaragráðan viðurkennd í 48 af 52 löndum sem eiga aðild að UEFA. Heimir þjálfaði meistaraflokk karla frá 2006 til 2011 með góðum árangri. Heimir var ráðinn aðstoðarþjálfari íslenska karlalandsliðsins 14. október 2011 og aðstoðar þar með Svíann Anders Lagerbäck við þjálfun liðsins.