Þuríður Sigurðardóttir (móttökuritari)
Þuríður Sigurðardóttir frá Stokkalæk á Rangárvöllum, húsfreyja, móttökuritari hjá Heilsugæslunni í Eyjum og síðan á Selfossi, fæddist 20. september 1964 og lést 14. nóvember 2023.
Foreldrar hennar Sigurður Egilsson bóndi á Stokkalæk, f. 22. september 1913, d. 5. desember 1983, og kona hans Kristín Jóhannesdóttir Oberman, húsfreyja, f. 26. mars 1929 í Bonthain í Celebes í Indónesíu, d. 28. júní 2001.
Þau Steinar Ingi giftu sig 1985, eignuðust fjögur börn. Þau skildu 2009.
Þau Valtýr giftu sig, eignuðust ekki börn saman.
I. Fyrrum maður Þuríðar, (25. apríl 1985) er Steinar Ingi Vilhjálmsson sjómaður, f. 6. nóvember 1964. Foreldrar hans Unnur Hróbjartsdóttir, f. 22. nóvember 1946, og Vilhjálmur Vilhjálmsson (Wilfried Hans-Günther Steinmüller) vélstjóri frá Þýskalandi, f. 2. október 1944, d. 7. apríl 2003.
Börn þeirra:
1. Harpa Þuríður Oberman sjúkraliði, f. 19. febrúar 1985 á Selfossi.
2. Davíð Oberman Steinarsson, f. 7. maí 1991 í Eyjum.
3. Sæþór Steinarsson vélstjóri, f. 7. janúar 1998 á Selfossi, býr í Eyjum. Sambýliskona hans er Lilja Rós Sigurðardóttir hjúkrunarfræðingur, f. 16. mars 1996.
4. Sigurður Ragnar Steinarsson, f. 17. nóvember 2001 á Selfossi. Sambýliskona hans er Helga Stella Jónsdóttir fiskeldisfræðingur, f. 11. september 2002.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Harpa.
- Heimaslóð.
- Íslendingabók.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.