Oddgeirshólar (Hólagötu)
Sjá aðgreiningarsíðuna fyrir önnur hús sem hafa borið nafnið „Oddgeirshólar“
Húsið Oddgeirshólar við Hólagötu 40. Friðfinnur Finnsson, kafari og kaupmaður í Eyjabúð, byggði húsið og færði nafnið yfir á það frá því húsi er hann bjó í lengst af og stendur nokkru ofar og sunnar, við Höfðaveg. Það hús var síðan nefnt Stuðlaberg. Á jarðhæð Oddgeirshóla var lengi vel starfrækt matvöruverslun en nú eru þar til húsa Tannlæknastofa Heimis og nuddstofa. Árið 2006 bjó Kristmann Karlsson kaupmaður ásamt konu sinni, Kristínu Bergsdóttur á efri hæð húsins.