Jón Rúnar Sigurðsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 7. maí 2025 kl. 14:07 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 7. maí 2025 kl. 14:07 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Jón Rúnar Sigurðsson“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
Fara í flakk Fara í leit

Jón Rúnar Sigurðsson vélvirki fæddist 6. mars 1941 og lést 2. ágúst 1998 í Kópavogi.
Foreldrar hans Kristján Sigurður Sigurjónsson vélstjóri, f. 20. apríl 1908, d. 16. júlí 1979, og Aðalheiður Jónsdóttir húsfreyja, f. 3. október 1921, d. 16. desember 1997.

Þau Þórdís giftu sig, eignuðust fjögur börn og Þórdís átti þrjú börn, sem ólust upp hjá þeim Jóni Rúnari. Þau bjuggu við Vesturveg 25 í Eyjum 1963-1973, fluttu til Rvk. Þau skildu 1993.
Þau Ingibjörg hófu sambúð 1994, bjuggu í Kópavogi.
Jón lést 1998.

I. Fyrrum kona Jóns Rúnars var Þórdís Númadóttir húsfreyja, iðnverkakona, fiskverkakona, ræstitæknir og ræstingastjóri, f. 22. október 1939, d. 10. ágúst 2024. Foreldrar hennar Númi Þorbergsson verkamaður bílstjóri, f. 4. september 1911, d. 19. desember 1999, og Marta María Þorbjarnardóttir húsfreyja, f. 16. mars 1914, d. 26. nóvember 2001.
Börn þeirra:
1. Aðalheiður Sigríður Jónsdóttir, f. 12. nóvember 1963.
2. Helena Jónsdóttir, f. 21. apríl 1965
3. Andvana drengur, f. 4. febrúar 1971.
4. Númi Jónsson, f. 28. október 1972.
5. Rúnar Þór Jónsson, f. 15. nóvember 1973.
Börn Þórdísar áður:
6. Sveinn Pálsson, f. 4. október 1956, d. 17. júlí 2001.
7. Anna Finnbogadóttir, f. 2. júní 1958.
8. María Finnbogadóttir, f. 9. ágúst 1959.

II. Sambúðarkona Jóns var Ingibjörg Guðmundsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.