Lind Hrafnsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 18. nóvember 2024 kl. 11:19 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 18. nóvember 2024 kl. 11:19 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Lind Hrafnsdóttir“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Lind Hrafnsdóttir, húsfreyja, eigandi Leturstofunnar, útgefandi Tígull.is, fæddist 5. apríl 1982.
Foreldrar hennar Hrafn Óskar Oddsson, sjómaður, stýrimaður, skipstjóri, f. 2. nóvember 1945, og kona hans Friðrikka Svavarsdóttir, húsfreyja, starfsmaður leikskóla og á öldrunarheimili, fiskverkakona, f. 13. maí 1945, d. 5. október 2020.

Börn Friðrikku með Stefáni fyrri manni sínum:
1. Björgúlfur Stefánsson starfsmaður Reykjavíkurborgar, f. 3. ágúst 1963, ókvæntur.
2. Hlynur Stefánsson verkamaður í Fiskimjölsverksmiðjunni (Gúanó), f. 8. október 1964. Kona hans Unnur Björg Sigmarsdóttir.
Barn Friðrikku og Hrafns síðari manns hennar:
3. Lind Hrafnsdóttir húsfreyja, eigandi Leturstofunnar, útgefandi Tígull.is, f. 5. apríl 1982. Maður hennar Jón Örvar van Der Linden.

Þau Jón Örvar giftu sig, eignuðust tvö börn. Þau búa við Vesturveg 11b.

I. Maður Lindar er Jón Örvar van der Linden, sölumaður, f. 1. september 1970. Foreldrar hans Herdís Guðrún Van Der Linden, f. 15. maí 1938, d. 29. apríl 2020, og maður hennar Edvard (Eddý) van Der Linden, rafeindavirkjameistari og rafiðnfræðingur frá Rotterdam í Hollandi, f. 4. ágúst 1938, d. 2. maí 2019.
Börn þeirra:
1. Rómeó Máni van Der Linden, f. 2. júní 2010.
2. Hrafn Mikael van Der Linden, f. 8. ágúst 2013.
Barn Jóns Örvars áður:
3. Herdís Lind van Der Linden, f. 13. apríl 1994.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.