Halldóra Kristín Ágústsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 5. október 2024 kl. 12:40 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 5. október 2024 kl. 12:40 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Viglundur færði Halldóra Kristín Ágústdóttir á Halldóra Kristín Ágústsdóttir)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Halldóra Kristín Ágústsdóttir, húsfreyja, fasteignasali fæddist 11. febrúar 1978.
Foreldrar hennar Ágúst Erlingsson, vinnuvélastjóri, slökkviliðsmaður, síðar í Danmörku, f. 4. október 1954, d. 25. september 2018, og kona hans Eygló Guðmundsdóttir, frá Hákonarhúsi við Kirkjuveg 88, húsfreyja, aðstoðarkona hjá tannlækni, f. 17. apríl 1956.

Börn Eyglóar og Ágústs:
1. Erling Adolf Ágústsson auglýsingasali í Reykjavík, f. 30. apríl 1974. Kona hans Hlín Elfa Birgisdóttir.
2. Halldóra Kristín Ágústsdóttir fasteignasali í Eyjum, f. 11. febrúar 1978. Maður hennar Sverrir Örn Sveinsson.
Barn Ágústs með Karítas Jónsdóttur:
3. Þórir Arnar Ágústsson, nemi í viðskiptafræði í Danmörku, f. 15. október 1990.

Halldóra Kristín eignaðist barn með Sveini 2003.
Þau Sverrir giftu sig, eignuðust tvö börn. Þau búa við Áshamar 14.

I. Barnsfaðir Halldóru Kristínar var Sveinn Matthíasson, sjómaður, vélstjóri, f. 20. mars 1966, d. 5. ágúst 2012.
Barn þeirra:
1. Heimir Freyr Sveinsson, f. 17. apríl 2003.

II. Maður Halldóru Kristínar er Sverrir Örn Sveinsson, hugbúnaðarsérfræðingur, f. 20. febrúar 1977.
Börn þeirra:
1. Eygló Rós Sverrisdóttir, f. 9. ágúst 2008.
2. Sigurrós Sverrrisdóttir, f. 11. ágúst 2011.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.