Sveinn Yngvason

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 17. september 2024 kl. 14:24 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 17. september 2024 kl. 14:24 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Sveinn Yngvason“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Sveinn Yngvason bóndi í Oddsparti í Ásahreppi, síðar bifreiðastjóri, strætisvagnastjóri fæddist 17. ágúst 1942 í Bóluhjáleigu þar og lést 13. desember 2020.
Foreldrar hans voru Yngvi Markússon, bóndi í Oddsparti, f. 23. apríl 1917d. 5. júní 1991, og kona hans Sigríður Gunnlaugsdóttir Magnúsdóttir, húsfreyja, f. 4. maí 1921 í Eyjum, d. 30. ágúst 2013.

Sveinn var með foreldrum sínum í Eyjum.
Þau Judith giftu sig 1965, eignuðust fjögur börn. Þau skildu.
Þau Elísabet giftu sig 2002. Þau skildu barnlaus.

I. Kona Sveins, (30. janúar 1965, skildu), er Judith Elisabeth Christiansen, húsfreyja, matráðskona, f. 21. október 1944 í Þórshöfn í Færeyjum, d. 1. júní 2019. Foreldrar hennar Anton Christiansen, kjötiðnaðarmaður í Rvk, f. 5. mars 1915, d. 12. október 1970, og kona hans Susanna Malena Semona Christiansen, húsfreyja, f. 22. júlí 1923, d. 26. febrúar 1998.
Börn þeirra:
1. Súsanna Sveinsdóttir, eftirlitsstjóri í Maine í Bandaríkjunum, f. 8. nóvember 1965.
2. Sigurður Yngvi Sveinsson, rafvirki, rafeindavirki í Mosfellsbæ, f. 12. apríl 1968.
3. Anton Sveinsson, bílamálari í Maine, f. 30. ágúst 1971.
4. Sveinn Julian Sveinsson, viðskiptafræðingur í Rvk, f. 3. júlí 1976.

II. Kona Sveins, (1. ágúst 2002, skildu), er Elísbet Halldórsdóttir, bókasafnsfræðingur, f. 1. ágúst 1947. Foreldrar hennar Halldór Halldórsson, prófessor í Rvk, f. 13. júlí 1911, d. 5. apríl 2000, og kona hans Sigríður Guðmundsdóttir, húsfreyja, starfsmaður Orðabókar Háskólans, f. 16. september 1917, d. 6. desember 1997.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Holtamannabók III – Djúpárhreppur. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjórn: Ragnar Böðvarsson. Rangárþing ytra 2010.
  • Íslendingabók.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.