Þórný Jónsdóttir (Ásólfsskála)
Þórný Jónsdóttir frá Ásólfsskála u. Eyjafjöllum, húsfreyja á Reyni í Mýrdal fæddist 21. desember 1893 og lést 13. júní 1976.
Foreldrar hennar voru Jón Sveinbjörnsson, bóndi, f. 1. ágúst 1849, d. 25. október 1928, og kona hans Björg Guðbrandsdóttir, húsfreyja, f. 11. nóvember 1851, d. 9. júní 1917.
Þórný var í Eyjum, fór þaðan 1926 í Mýrdal.
Þau Sveinn giftu sig 1926, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu á Reyni í Mýrdal.
Sveinn lést 1974 og Þórný 1976.
I. Maður Þórnýjar, (3. júlí 1926), var Sveinn Einarsson, bóndi, kennari, f. 11. mars 1895 á Reyni, d. 31. júlí 1974. Foreldrar hans voru Einar Brandsson, bóndi í Reynisdal og á Reyni, f. 18. mars 1858 í Reynishjáleigu, d. 28. febrúar 1933, og kona hans Sigríður Brynjólfsdóttir, húsfreyja, f. 15. nóvember 1857 á Litlu-Heiði í Mýrdal, d. 31. mars 1935.
Börn þeirra:
1. Jón Sveinsson, búfræðingur, bóndi, f. 2. apríl 1927, d. 1. júlí 2017.
2. Guðrún Sveinsdóttir, hjúkrunarfræðingur, húsfreyja, f. 7. september 1928, d. 2. ágúst 2015.
3. Guðbjörg Sveinsdóttir, starfsmaður á Rannsóknastofu Lsp, f. 16. maí 1931.
4. Sigríður Einars Sveinsdóttir, húsfreyja, kennari, bókavörður, f. 28. nóvember 1931, d. 12. apríl 2016.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.
- Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.