Ingibjörg Heiðarsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 1. júní 2024 kl. 12:37 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 1. júní 2024 kl. 12:37 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Ingibjörg Heiðarsdóttir“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Ingibjörg Heiðarsdóttir, húsfreyja fæddist 16. desember 1960 að Vesturvegi 34.
Foreldrar hennar voru Sigvaldi Heiðar Árnason frá Svínadal í Kelduhverfi, sjómaður, f. þar 4. september 1933, d. 10. janúar 1979, og kona hans Inga Hallgerður Ingibegsdóttir frá Sandfelli, húsfreyja, f. 21. maí 1937, d. 12. desember 1990.

Börn Ingu og Heiðars:
1. Árný Heiðarsdóttir, húsfreyja, f. 2. apríl 1955 í Eyjum.
2. Guðný Kristín Heiðarsdóttir, húsfreyja, f. 14. apríl 1956 að Vesturvegi 11.
3. Þorvaldur Heiðarsson, vélstjóri, f. 11.janúar 1958 að Vesturvegi 34.
4. Lovísa Heiðarsdóttir, húsfreyja, f. 23. október 1959 á Sj.
5. Ingibjörg Heiðarsdóttir, f. 16. desember 1960 að Vesturvegi 34.
6. Edda Heiðarsdóttir, húsfreyja, f. 21. apríl 1964 í Eyjum.
7. Karel Heiðarsson, vistmaður á Sólborg á Akureyri, f. 15. maí 1968 í Eyjum.

Þau Haukur hófu búskap, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu við Brekkutröð við Hrafnagil í Eyjafirði.

I. Maður Ingibjargar er Haukur Sveinsson verkamaður, f. 18. desember 1958 á Akureyri. Foreldrar hans Valgarð Sveinn Hafdal, verkamaður, f. 7. júlí 1940, og kona hans Hildur Margrét Egilsdóttir, f. 16. ágúst 1939.
Börn þeirra:
1. Sigvaldi Heiðar Hauksson, f. 27. júlí 1980.
2. Hildur Margrét Hauksdóttir, f. 27. júlí 1985.
3. Hafþór Hauksson, f. 8. júlí 1986.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.