Ragnar Þór Sigþórsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 31. maí 2024 kl. 20:53 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 31. maí 2024 kl. 20:53 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Ragnar Þór Sigþórsson“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Ragnar Þór Sigþórsson kerfisstjóri fæddist 1. maí 1971 í Eyjum.
Foreldrar hans Sigþór Magnússon frá Fáskrúðsfirði, vélstjóri, f. 3. september 1939, og kona hans Ragna María Pálmadóttir, húsfreyja, verkakona, ræstitæknir, f. 27. mars 1941, d. 13. janúar 2024.

Börn Rögnu og Sigþórs:
1. Magnús Sigþórsson, f. 11. maí 1961. Fyrrum kona hans Halldóra Kristín Andrésdóttir. Kona hans Guðrún Margrét Jónsdóttir.
2. Hólmar Björn Sigþórsson, f. 17. júní 1962. Fyrrum kona hans Guðrún Hafdís Guðmundsdóttir. Kona hans Bryndís Elísa Árnadóttir.
3. Gestur Sævar Sigþórsson, f. 1963. Kona hans Halldóra Guðrún Hannesdóttir.
4. Ragnar Þór Sigþórsson, kerfisstjóri í Þorlákshöfn, f. 1. maí 1971.

Ragnar Þór var með foreldrum sínum, á Háeyri við Vesturveg 11a, flutti með þeim að Ölfusborgum og síðan í Þorlákshöfn.
Hann er sjálfmenntaður í tölvutækni og er kerfisstjóri í Þorlákshöfn.
Ragnar Þór er ókvæntur og barnlaus.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Prestþjónustubók.
  • Ragnar Þór.
  • Valdaætt. Niðjatal Valda Ketilssonar bónda á Sauðhúsvöllum undir Eyjafjöllum og k.h. Katrínar Þórðardóttur. Magnea Árnadóttir. Handrit 1992.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.