Steindór Guðnason

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 16. maí 2024 kl. 12:09 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 16. maí 2024 kl. 12:09 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Steindór Guðnason“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Steindór Guðnason vélvirki fæddist 21. júlí 1964 í Eyjum.
Foreldrar hans Guðni Benediktsson, frá Völlum á Héraði, vélsmiður, f. 14. október 1938, og kona hans Sigríður Gísladóttir frá Héðinshöfða við Hásteinsveg 36, húsfreyja, f. 3. nóvember 1938, d. 6. janúar 2024.

Börn Sigríðar og Guðna:
2. Benedikt Þór Guðnason, f. 8. mars 1962 á Hólagötu 4. Sambúðarkona hans Þuríður Matthíasdóttir.
3. Steindór Guðnason, f. 21. júlí 1964. Kona hans Hildur Arnardóttir.
4. Gísli Guðnason, f. 25. september 1965. Kona hans Vilborg Sigurðardóttir.
Barn Sigríðar áður með Andrési Gunnlaugi Ólafssyni:
5. Ásdís Andrésdóttir, f. 17. maí 1958 í Héðinshöfða.

Steindór var með foreldrum sínum í æsku.
Hann lærði vélvirkjun hjá föður sínum, varð sveinn 1991.
Hann hefur unnið við iðn sína.
Þau Hildur giftu sig 1991, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu við Áshamar 22A, fluttu til Rvk 1995, búa við Barðastaði.

I. Kona Steindórs, (28. september 1991), er Hildur Arnardóttir, húsfreyja, leiðbeinandi í grunnskóla, f. 2. ágúst 1967 í Eyjum.
Börn þeirra:
1. Guðmundur Einar Steindórsson, rekur bílaleigu í Innri-Njarðvík f. 16. maí 1984 í Eyjum. Kona hans Erna Aðalheiður Karlsdóttir.
2. Gunnhildur Ósk Steindórsdóttir, leiðbeinandi í leikskóla, 6. janúar 1998. Sambúðarmaður hennar Sigurður Skúli Harðarson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.