Ingunn Hróbjartsdóttir
Ingunn Hróbjartsdóttir frá Hafnarfirði, húsfreyja í Mjósyndi í Villingaholtshreppi, Árn., síðar í Rvk fæddist 15. mars 1918 og lést 8. júlí 2011.
Foreldrar hennar voru Hróbjartur Hannesson bóndi í Mjósyndi, f. 11. apríl 1890 á Hlemmiskeiði í Skeiðahreppi, Árn., d. 4. september 1966, og kona hans Guðfinna Steinsdóttir húsfreyja, f 13. júní 1895 í Miklaholti í Biskupstungum, d. 3. nóvember 1967.
Ingunn var í Eyjum við fæðingu Eyglóar 1939, síðan húsfreyja í Mjósyndi til 1976, er hún flutti til Þorlákshafnar og til Rvk 2001.
Þau Ottó Reynir giftu sig, eignuðust átta börn.
I. Maður Ingunnar var Ottó Reynir Þórarinsson frá Blönduósi, bóndi, f. 19. október 1909, d. 20. febrúar 1971. Foreldrar hans voru Þórarinn Bjarnason, f. 20. ágúst 1877, d. 18. október 1966, og Una Jónsdóttir, f. 25. maí 1877, d. 24. apríl 1962.
Börn þeirra:
1. Eygló Reynisdóttir, f. 21. apríl 1939 í Eyjum. Barnsfaðir Haukur Líndal Eyþórsson.
2. Óttar Reynisson, f. 31. október 1940 í Mjósyndi, drukknaði 12. apríl 1976. Kona hans Geirlaug Björnsdóttir.
3. Sigrún Reynisdóttir, f. 18. júní 1942 í Mjósyndi. Maður hennar Guðmundur Axelsson.
4. Hrafnhildur Reynisdóttir, f. 17. október 1943 í Mjósyndi. Maður hennar Guðmundur Einarsson.
5. Bjarki Reynisson, f. 29. júlí 1945 í Mjósyndi. Kona hans Valgerður Gestsdóttir.
6. Þórarinn Grettir Reynisson, f. 22. desember 1948 í Mjósyndi, drukknaði 25. mars 1969. Unnusta og barnsmóðir hans Guðbjörg Ólafsdóttir.
7. Berghildur Reynisdóttir, f. 19. mars 1950 í Mjósyndi. Fyrrum maður hennar Magnús Guðjónsson.
8. Einar Ingi Reynisson, f. 17. nóvember 1952 í Mjósyndi. Kona hans Lilja Pálsdóttir.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Morgunblaðið. Minning Ingunnar.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.