Þórhildur Ingibjörg Gunnarsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 5. apríl 2024 kl. 18:42 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 5. apríl 2024 kl. 18:42 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Þórhildur Ingibjörg Gunnarsdóttir“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Þórhildur Ingibjörg Gunnarsdóttir.

Þórhildur Ingibjörg Gunnarsdóttir húsfreyja, þroskaþjálfi fæddist 30. desember 1941 á Eskifirði og lést 9. janúar 2023 á Fossheimum á Selfossi.
Foreldrar hennar voru Gunnar Sigurðsson, f. 3. febrúar 1922, d. 31. maí 1970, og Kristín Stefánsdóttir, f. 28. september 1919, d. 27. janúar 1988.

Þórhildur ólst upp á Eskifirði til 10 ára aldurs, en flutti þá til Hveragerðis.
Hún lærði þroskaþjálfun á Kópavogshæli, lauk námi í Danmörku.
Þórhildur var húsfreyja, var dagmóðir upp úr 1980, síðan vann hún á leikskólanum Bergheimum.
Þau Þorvarður fluttu til Eyja 1993 og þar var hún þroskaþjálfi á Sambýlinu til 2003. Þau Þorvarður fluttu til Svíþjóðar 2006, bjuggu þar til 2014, fluttu til Selfoss og bjuggu þar síðan.
Hún eignaðist barn með Óskari 1959.
Þau Þorvarður giftu sig 1967, eignuðust fimm börn, og hún átti eitt barn áður. Þau bjuggu í Keflavík, Hveragerði, í Þorlákshöfn, við Sólhlíð 6 í Eyjum, þá í Svíþjóð og að lokum á Selfossi.
Þorvarður lést 2021 og Þórhildur 2023.

I. Barnsfaðir Þórhildar var Eyjólfur Óskar Eyjólfsson, f. 1. júlí 1928, d. 4. mars 2002. Fyrrum kona hans Sigrún Björg Víkingur Grímsdóttir.
Barn þeirra:
1. Gunnar Kristinn Víkingur Óskarsson, f. 30. mars 1959. Kona hans Sigrún Björg Víkingur Grímsdóttir.

II. Maður Þórhildar, (8. janúar 1967), var Þorvarður Ingi Vilhjálmsson, rennismiður, f. 26. maí 1939, d. 1. júlí 2021.
Börn þeirra:
1. Ingibjörg Hrönn Þorvarðardóttir, f. 5. maí 1967.
2. Gunnhildur Lilja Þorvarðardóttir, f. 19. maí 1970. Maður hennar Kristján Sæmundsson.
3. Jóhanna Kristín Þorvarðardóttir, f. 2. desember 1973. Maður hennar Steinar Kristján Óskarsson Ketilssonar.
4. Vilhjálmur Svanberg Þorvarðarson, f. 5. maí 1975. Kona hans Marnie Ramirez Nesnia.
5. Kristbjörg Þorvarðardóttir, f. 18. maí 1978. Maður hennar Eiríkur Björnsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.