Björn Dagbjartsson (verkfræðingur)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 23. mars 2024 kl. 17:31 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 23. mars 2024 kl. 17:31 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Björn Dagbjartsson (verkfræðingur)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Björn Dagbjartsson.

Björn Dagbjartsson frá Álftagerði í Skútustaðahreppi, S.-Þing., matvælaverkfræðingur fæddist þar 19. janúar 1937.
Foreldrar hans Dagbjartur Sigurðsson bóndi, f. 28. september 1909, d. 14. september 1997, og kona hans Kristjana Ásbjarnardóttir húsfreyja, f. 21. september 1913, d. 13. febrúar 1990.

Björn lauk stúdentsprófi í MA 1959, prófi í efnaverkfræði í TH í Stuttgart í Þýslalandi 1964, lauk Ph.D-prófi í matvælaverkfræði í Rutgers University í New Jersey í Bandaríkjunum 1972.
Hann var verkfræðingur hjá Fiskimjölsverksmiðjunni hf. í Eyjum 1965-1966, sérfræðingur hjá Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins 1966-1969 og 1972-1974; forstjóri þar frá 1974-1978. Hann var aðstoðarmaður sjávarútvegsráðherra 1979-1980, ráðgjafi hjá FAO á Maldiveeyjum 1981, forstjóri Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins 1981-1983. Björn var alþingismaður 1984-1987, framkvæmdastjóri Þróunarsamvinnustofnunar Íslands frá 1987.
Björn var formaður Rannsóknaráðs ríkisins 1983-1991, hefur setið í fjölda nefnda á vegum sjávarútvegsráðuneytisins, ýmist formaður eða ekki. Hann var formaður Hringormanefndar frá 1979.
Þau Sigrún giftu sig 1966, eignuðust eitt barn.
Sigrún lést 2001.

I. Kona Björns, (15. október 1966), var Sigrún Valdimarsdóttir frá Vík í Mýrdal, húsfreyja, bankastarfsmaður, leiðsögumaður, f. þar 9. janúar 1936, d. 6. maí 2001. Foreldrar hennar Valdimar Jónsson bóndi, hreppstjóri í Hemru í Skaftártungu, V.-Skaft., og skólastjóri í Vík, f. 7. október 1892, d. 2. september 1948, og kona hans Sigurveig Guðbrandsdóttir frá Höfðabrekku í Mýrdal, húsfreyja, f. 13. apríl 1898, d. 3. mars 1988.
Barn þeirra:
1. Brynhildur Björnsdóttir, bókmenntafræðingur, f. 27. apríl 1970 í Rvk.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.