Sigurlaug Guðnadóttir (verkakona)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 18. mars 2024 kl. 13:34 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 18. mars 2024 kl. 13:34 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Sigurlaug Guðnadóttir (verkakona)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Sigurlaug Guðnadóttir frá Bólstað í A.-Landeyjum, verkakona fæddist 29. apríl 1874 og lést 31. maí 1950.
Foreldrar hennar voru Guðni Sigfússon bóndi, f. 3. desember 1845 á Breiðabólstað í Fljótshlíð, d. 11. júlí 1906, og kona hans Guðný Oddsdóttir frá Suðurhjáleigu í Landeyjum, húsfreyja, f. 29. júní 1836, d. 5. mars 1909.

Sigurlaug var með foreldrum sínum á Voðmúlastöðum í Landeyjum 1880, á Voðmúlastaða-Suðurhjáleigu 1890 og 1901, flutti til Eyja 1908 frá Bryggjum í A.-Landeyjum. Hún var lausakona 1910, stödd á Geirlandi við Vestmannabraut 8, vann við fiskhirðingu og sauma, en átti heima í Stakkagerði. Hún var lausakona á Skjaldbreið við Urðaveg 36 1920, á Eystri-Löndum 1930, lausakona á Brekastíg 19 1940, verkakona á Setbergi við Vesturveg 23 1949.
Sigurlaug lést 1950.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Íslendingabók.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.