Steinunn Hermannsdóttir (hjúkrunarfræðingur)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 4. mars 2024 kl. 17:07 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 4. mars 2024 kl. 17:07 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Steinunn Hermannsdóttir (hjúkrunarfræðingur)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Guðlaug Steinunn Hermannsdóttir.

Guðlaug Steinunn Hermannsdóttir frá Galtalæk í Biskupstungum, hjúkrunarfræðingur fæddist þar 24. nóvember 1947.
Foreldrar hennar voru Guðlaugur Hermann Egilsson bóndi, f. 10. febrúar 1906, d. 12. maí 1992, og Jensína Jóna Jónatansdóttir, f. 7. desember 1907, d. 6. september 1992.

Steinunn varð gagnfræðingur í Héraðsskólanum á Laugarvatni 1964, lauk námi í Húsmæðraskóla Rvk 1967, lauk námi í Hjúkrunarskóla Íslands í febrúar 1971, stundaði framhaldsnám í skurðhjúkrun í Landakotsspítala í Rvk 1971-1972.
Hún var hjúkrunarfræðingur í Sjúkrahúsinu í Eyjum 4. mars 1971 til 30. ágúst 1971, á skurðstofu Landakotsspítala 15. september 1971.
Þau Ingjaldur Þórir giftu sig 1972, eignuðust tvö börn.

I. Maður Steinunnar, (30. september 1972), er Ingjaldur Þórir Pétursson vélstjóri, f. 31. maí 1945. Foreldrar hans Pétur Ingjaldsson bifreiðastjóri, f. 23. júlí 1911, d. 17. desember 1986, og Stefanía Gróa Erlendsdóttir húsfreyja, f. 26. ágúst 1904, d. 16. júlí 1964.
Börn þeirra hér:
1. Erla Dögg Ingjaldsdóttir, f. 30. júní 1973.
2. Hermann Jens Ingjaldsson, f. 21. september 1978.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.