Unnur Halldórsdóttir Murdoch

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 4. mars 2024 kl. 11:41 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 4. mars 2024 kl. 11:41 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Unnur Halldórsdóttir Murdoch“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Unnur Halldórsdóttir Murdoch.

Unnur Halldórsdóttir Murdoch frá Heiðarbæ í Villingaholtshreppi, Árn., kennari fæddist þar 3. september 1941.
Foreldrar hennar voru Halldór Guðbrandsson bóndi, f. 1. nóvember 1903, d. 10. apríl 1976, og kona hans Heiðrún Björnsdóttir húsfreyja, f. 31. október 1911, d. 30. maí 1988.

Unnur lauk kennaraprófi 1964, var við nám í Newbold College á Englandi 1964-1965, nám í Andrews University í Michigan í Bandaríkjunum 1967-1969, lauk B.A.-prófi í uppeldis- og sálarfræði 1969.
Hún var kennari (forföll og hjálparkennsla) í Kanada 1972-1975, var skólastjóri í Barnaskóla aðventista í Eyjum 1976-1978, var húsfreyja og kennari í Thilwalk í Bresku Columbíu í Kanada.
Þau Lamont giftu sig 1965, eignuðust fjögur börn.

I. Maður Halldóru, (27. desember 1965 Lamont Murdoch, f. 16. júní 1900, d. í júní 1987. Foreldrar hans voru John Lamont Murdoch bóndi í Ayshire í Skotlandi og kona hans Margaret Cochrane Murdoch húsfreyja.
Börn þeirra:
1. Lamont Halldór, f. 16. október 1966.
2. Ann Heiðrún, f. 1. desember 1968.
3. William Björn Leví, f. 18. desember 1970.
4. John Todd, f. 21. mars 1974.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.