Jóhannes Finnur Skaftason

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 29. febrúar 2024 kl. 11:45 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 29. febrúar 2024 kl. 11:45 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Jóhannes Finnur Skaftason“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Jóhannes Finnur Skaftason.

Jóhannes Finnur Skaftason lyfjafræðingur, lektor, deildarstjóri, lyfsali fæddist 17. ágúst 1941 á Ísafirði og lést 19. mars 2021.
Foreldrar hans voru Skafti Jósefsson frá Setbergi í Grundarfirði, garðyrkjumaður í Hveragerði, f. 1. mars 1920, d. 28. nóvember 1993, og kona hans Margrét Jónsdóttir frá Ísafirði, húsfreyja, f. 17. október 1920, d. 10. mars 1995.

Jóhannes varð stúdent í ML 1961, nam lyfjafræði í HÍ 1961-1963 með námsvistun í Lyfjaverslun ríkisins og Holtsapóteki. Hann lauk náminu með lyfjafræðiprófi í Danmarks Farmaceutiske Höjskole 1966. Samhliða lyfjafræðináminu stundaði hann nám í viðskiptadeild HÍ 1967-1970. Hann lauk einnig sérnámi í notkun tilraunadýra við rannsóknir og kennslu í Universitetets Farmasöytiske Institut í Ósló og réttarefnafræðilegar rannsóknaraðferðir í Statens rettstoksikologiske institut í Ósló. Hann rannsakaði lyfjamengun í matvælum hjá Statens Levneds-middelinstitut í Khöfn.

Jóhannes vann í Apóteki Vestmannaeyja 1966-1970, var lektor í lyfjafræði lyfsala í læknadeild HÍ 1971-1985 með kennsluskyldu við lyfjafræði lyfsala og læknisfræði. Hann var jafnframt deildarstjóri alkóhóldeildar Rannsóknarstofu í lyfjafræði í HÍ.
Jóhannes var lyfsali í Hveragerði og Ölfusi frá 1985-1991, tók þá við rekstri Reykjavíkurapóteks, sem var lagt niður í apríl 1999.
Hann sat í stjórn Lyfjafræðingafélags Íslands í 10 ár, eitt ár formaður, fjögur ár varaformaður.
Jóhannes skrifaði fjölda greina um lyfjafræðitengd efni.
Þau Hulda Björg giftu sig 1972, eignuðust þrjú börn.
Jóhannes Finnur lést 2021.

I. Kona Jóhannesar Finns, (8. desember 1972), er Hulda Björg Sigurðardóttir lyfjafræðingur, f. 21. september 1945. Foreldrar hennar Sigurður Tryggvason kennari, f. 18. janúar 1916, d. 7. júní 1997, og kona hans Engilráð Jóhanna Ólafsdóttir, f. 22. júlí 1923, d. 3. september 2005.
Börn þeirra:
1. Hlín Jóhannesdóttir, f. 3. janúar 1973.
2. Inga Hanna Jóhannesdóttir, f. 11. janúar 1975.
3. Halla Margrét Jóhannesdóttir, f. 6. júlí 1983.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.
  • Morgunblaðið.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.