Ágúst Elías Ágústsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 25. febrúar 2024 kl. 14:36 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 25. febrúar 2024 kl. 14:36 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Ágúst Elías Ágústsson“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Ágúst Elías Ágústsson.

Ágúst Elías Ágústsson frá Rvk, prentsmiður fæddist þar 22. janúar 1952.
Foreldrar hans voru Ágúst Sveinbjörn Sveinsson málarameistari, f. 4. júní 1920, d. 17. desember 1978, og kona hans Eli Möller Sigurðsson Nilsen húsfreyja, f. 7. ágúst 1924, d. 27. janúar 2015.

Ágúst varð gagnfræðingur í´Gagnfræðaskólanum í Ármúla 1969, nam offsettprentun í Litbrá hf. 1970-1974, nam offsettskeytingu og plötutöku í Litbrá hf. 1975-1977.
Hann var prentari í Litbrá 1974, kennari í Iðnskólanum í Rvk frá 1982. Ágúst vann í Prentsmiðjunni Eyrúnu í Eyjum 1978-1979, í Odda hf. í Rvk 1979-1982. Hann hefur séð um útgáfu á ýmsum blöðum.
Þau Hrefna giftu sig 1975, eignuðust eitt barn.

I. Kona Ágústs, (26. júlí 1975), er Hrefna Sigfúsdóttir gjaldkeri, f. 7. apríl 1957. Foreldrar hennar voru Sigfús Halldórsson tónskáld og kennari, f. 7. september 1920, d. 21. desember 1996, og kona hans Steinunn Jónsdóttir húsfreyja, f. 27. desember 1923, d. 17. janúar 2014.
Barn þeirra:
1. Helga Ágústsdóttir, f. 26. júlí 1978. Maður hennar Jóhannes Baldvin Jónsson.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.