Haraldur Magnússon (kennari)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 25. febrúar 2024 kl. 10:54 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 25. febrúar 2024 kl. 10:54 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Haraldur Magnússon (kennari)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Haraldur Magnússon.

Haraldur Magnússon úr Reykjavík, kennari, skólastjóri fæddist 8. september 1912 og lést 6. mars 1987.
Foreldrar hans voru Magnús Magnússon járnsmiður í Rvk, f. 7. júní 1883, d. 14. febrúar 1949, og Sesselja Magnúsdóttir frá Hávarðsstöðum í Leirársveit, Borg., f. 4. apríl 1879, d. 20. nóvember 1947.

Haraldur ólst upp hjá Ólafi Einarssyni bónda í Vindási í Kjós og konu hans Helgu Bjarnadóttur.
Hann lærði hjá sr. Guðmundi Einarssyni á Mosfelli 1935-1936, lauk kennaraprófi 1938, var í kennaraháskólanum í Khöfn 1939-1940 og 1946-1947.
Haraldur var stundakennari í Gagnfræðaskólanum í Eyjum 1940-1941, unglingaskólanum á Dalvík 1941-1943, barnaskólanum og unglingaskólanum þar 1942-1945 og barnaskólanum þar 1945-1946. Hann var kennari í Gagnfræðaskóla Vesturbæjar í Rvk frá 1947-1969 (orlof 1963-1964), Laugalækjarskóla í Rvk 1969-1978., stundakennari í Melaskólanum 1947-1948.
Haraldur vann skrifstofustörf í Khöfn 1950-1951.
Hann var formaður Ungmennasambands Eyjafjarðar um skeið, í stjórn Íslendingafélagsins í Khöfn 1950-1951.
Hann varð riddari af Dbr. 1979.
Rit:
Ný kennslubók í dönsku I-IV (ásamt Erik Sönderholm), 1956-1960.
Dönsk málfræði, 1977.
Íslensk-dönsk orðabók (ásamt Dr. Ole Widding og Preben Meulengracht Sörensen), 1976.
Þau Asta giftu sig 1953, eignuðust eitt barn.
Haraldur lést 1987.

I. Kona Haraldar, (1. júlí 1953), var Asta Wulff Stoklund, f. 1. október 1917. Foreldrar hennar voru Sven Stoklund óðalsbóndi á Jótlandi, síðan í Khöfn, og kona hans Cathrine, f. Wulff.
Barn þeirra:
1. Katrín Haraldsdóttir, húsfreyja í Ósló, f. 13. maí 1956.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.