Ragnar Hauksson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 13. janúar 2024 kl. 13:23 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 13. janúar 2024 kl. 13:23 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Ragnar Hauksson“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Ragnar Hauksson.

Ragnar Hauksson myndlistarmaður fæddist 22. mars 1962 í Eyjum og lést 23. desember 2023.
Foreldrar hans voru Haukur Sigurðsson frá Stakkagerði, stýrimaður, f. 11. desember 1934, og kona hans Úrsúla Georgsdóttir (Ursula Barbel Regine Thiesen) frá Þýskalandi, húsfreyja, f. 20. júlí 1937.

Börn Úrsúlu og Hauks:
1. Ágúst Friðrik Hauksson, f. 11. september 1960.
2. Ragnar Hauksson, f. 22. mars 1962, d. 23. desember 2023.
3. Anna Lísa Thiesen Hauksdóttir, f. 7. október 1971.

Ragnar var með foreldrum sínum, flutti með þeim til Rvk.
Hann nam í myndlista- og handíðaskólanum um skeið, lærði húðflúrlist hjá Helga Aðalsteinssyni.
Ragnar rak húðflúrstofu á Selfossi 2006 til 2016, en þá flutti hann hana til Rvk og vann við list sína.
Þau Marta Rut giftu sig 1999, eignuðust þrjú börn.
Ragnar lést 2023.

I. Kona Ragnars, (1999), er Marta Rut Guðlaugsdóttir dansari, danskennari, f. 23. júlí 1971. Foreldrar hennar Guðlaugur Magnússon, f. 13. júlí 1950, og Guðlaug Helga Konráðsdóttir, f. 20. febrúar 1952, d. 23. febrúar 2013.
Börn þeirra:
1. Mikael Jafet Ragnarsson, f. 19. september 1998.
2. Stefanía Konráð Ragnarsdóttir, f. 19. september 2002.
3. Enok Kristinn Ragnarsson, f. 24. október 2004.



Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.