Guðrún Eiríksdóttir (Vakursstöðum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 24. janúar 2024 kl. 15:22 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 24. janúar 2024 kl. 15:22 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Guðrún Eiríksdóttir.

Guðrún Eiríksdóttir húsfreyja, síðar í dvöl á Landagötu 21, síðast í Keflavík fæddist 9. desember 1888 í Hnefilsdal á Jökuldal, N-Múl. og lést 9. ágúst 1970.
Foreldrar hennar voru Eiríkur Þorsteinsson bóndi, f. 20. ágúst 1851, d. 18. febrúar 1905, og Jónína Þuríður Jónsdóttir húsfreyja, f. 10. apríl 1857, d. 14. júní 1932.

Guðrún var með foreldrum sínum í Hnefilsdal 1890, á Áslaugarstöðum í Vopnafirði 1901.
Þau Ingólfur giftu sig, eignuðust sex börn, en misstu eitt þeirra ungt. Þau bjuggu á Vakursstöðum í Vopnafirði, síðan á Seyðisfirði.
Ingólfur lést 1947 og Guðrún flutti til Hrólfs sonar síns að Landagötu 21. Hún bjó síðast í Keflavík.
Hún lést 1970.

I. Maður Guðrúnar var Ingólfur Hrólfsson bóndi, á Vakursstöðum í Vopnafirði, síðar verkamaður á Seyðisfirði, f. 15. nóvember 1889 á Hólum í Eyjafirði, d. 5. júlí 1947.
Börn þeirra:
1. Bergljót Ingólfsdóttir, f. 2. september 1914, d. 25. júní 1921.
2. Arnþrúður Ingólfsdóttir, húsfreyja á Seyðisfirði, f. 14. ágúst 1916, d. 25. júní 1964.
3. Hrólfur Ingólfsson, f. 20. desember 1917, d. 31. maí 1984.
4. Brynjólfur Eiríkur Ingólfsson ráðuneytisstjóri, afreksmaður í íþróttum, f. 10. maí 1920, d. 3. október 1991.
5. Bergljót Hólmfríður Ingólfsdóttir, síðast á Seltjarnarnesi, f. 24. júlí 1923, d. 30. júní 1997.
6. Jón Kristján Ingólfsson kennari, fræðslustjóri, f. 8. okt. 1932 d. 31. jan. 1977.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.