Ingveldur Jónasdóttir (Holti)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 4. mars 2024 kl. 17:17 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 4. mars 2024 kl. 17:17 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Ingveldur Jónasdóttir.

Ingveldur Jónasdóttir vinnukona, húsfreyja fæddist 11. nóvember 1900 í Skammadal í Mýrdal og lést 24. apríl 1983.
Foreldrar hennar voru Jónas Þorsteinsson bóndi í Skammadal, f. þar 19. september 1861, d. 10. janúar 1904, og kona hans Ólöf Einarsdóttir húsfreyja, f. 10. október 1869 í Steig í Mýrdal, d. 1. nóvember 1958.

Ingveldur var með foreldrum sínum í Skammadal til 1904, með móður sinni þar 1904-1905, á Litlu-Hólum í Mýrdal 1905-1906, í Norður-Vík þar 1906-1912, hjá móður sinni í Vík þar 1912-1913, í Kerlingardal þar 1913-1914.
Hún var vinnukona í Holti við Ásaveg 2 1920, fór til Reykjavíkur 1922, var húsfreyja þar.
Þau Kristján giftu sig, eignuðust þrjú börn.
Kristján lést 1953 og Ingveldur 1983.

I. Maður Ingveldar var Aðalsteinn Kristján Guðmundsson verslunarmaður, snikkari, f. 27. desember 1890, d. 8. júlí 1953. Foreldrar hans voru Guðmundur Bjarnason bóndi í Helgafellssókn á Snæfellsnesi, f. 23. júní 1860, d. 23. maí 1953, og Ólína Árnadóttir húsfreyja, f. 7. júlí 1861, d. 3. mars 1938.
Börn þeirra:
1. Bragi Kristjánsson vaktmaður í Rvk, f. 17. ágúst 1924, d. 5. október 1985.
2. Óli Kristjánsson húsasmíðameistari, f. 22. febrúar 1926, d. 3. febrúar 2023.
3. Ingibjörg Magdalena Kristjánsdóttir, f. 21. janúar 1928, d. 10. maí 2023.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.