Þóranna Margrét Sigurbergsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 25. nóvember 2023 kl. 10:51 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 25. nóvember 2023 kl. 10:51 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Þóranna Margrét Sigurbergsdóttir“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Þóranna Margrét Sigurbergsdóttir.

Þóranna Margrét Sigurbergsdóttir leikskólastjóri, kennari fæddist 12. nóvember 1955 í Reykjavík.
Foreldrar hennar Sigurberg Magnús Sigurðsson húsasmiður, f. 9. ágúst 1931, d. 21. september 2002, og kona hans Jónína María Baldursdóttir húsfreyja, f. 6. ágúst 1930.

Þóranna lauk stúdentsprófi í MR 1975, stundaði nám á uppeldisbraut í HÍ 1975-1977, var í bíblíuskóla á Englandi 1977, lauk prófi í Fósturskóla Íslands 1993.
Hún flutti til Eyja 1977, hefur verið leikskólastjóri í leikskólanum Betel frá nóvember 1995, verið kennari 1976, 1978, 1979-1980, dagmóðir 1981-1987, dagvistarfulltrúi í Eyjum 1989-1991.
Þau Steingrímur Ágúst giftu sig 1975, eignuðust sjö börn, en eitt þeirra fæddist andvana.

I. Maður Þórönnu Margrétar, (24. maí 1975), er Steingrímur Ágúst Jónsson, sjúkraliði, f. 15. maí 1954 í Rvk.
Börn þeirra:
1. Ríkharður Örn Steingrímsson lögreglumaður í Eyjum og í Reykjavík, f. 23. apríl 1976, d. 21. apríl 2016. Kona hans Iðunn Dögg Gylfadóttir.
2. Sigurjón Steingrímsson, f. 18. nóvember 1978, d. 30. maí 1996 af slysförum.
3. Björk Steingrímsdóttir, f. 27. ágúst 1980. Maður hennar John Mark Atkins.
4. Daníel Steingrímsson, f. 13. janúar 1986. Kona hans Áslaug Haraldsdóttir.
5. Kristný Steingrímsdóttir, f. 15. janúar 1988. Maður hennar Ragnar Pétursson.
6. Hanna Steingrímsdóttir, f. andvana 18. janúar 1991.
7. Gunnar Steingrímsson, f. 15. ágúst 1993. Unnusta Ellen Nadia Gylfadóttir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Leikskólakennaratal. Ritstjórar Ívar Gissurarson og Steingrímur Steinþórsson. Mál og mynd 2000.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.