Ólöf Margrét Magnúsdóttir (kennari)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 17. nóvember 2023 kl. 14:07 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 17. nóvember 2023 kl. 14:07 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Ólöf Margrét Magnúsdóttir.

Ólöf Margrét Magnúsdóttir kennari fæddist 23. október 1948 í Kópavogi.
Foreldrar hennar voru Magnús Ketilbjarnarson frá Saurhóli í Dal., húsasmíðameistari, f. 30. ágúst 1889, d. 17. febrúar 1955, og kona hans Aðalheiður Stefánsdóttir frá Gröf í Miðdalahreppi í Dal., húsfreyja, f. 20. maí 1915, d. 25. febrúar 2015.

Ólöf var með móður sinni, en á Guðnastöðum í A.-Landeyjum öll sumur frá 7 ára aldri til 1969. Bændur þar þá Guðlaugur Ólafsson og Júía Jónasdóttir.
Ólöf lauk gagnfræðaprófi í Kópavogi 1965, lauk kennaraprófi 1969, nam sérkennslufræði í framhaldsdeild K.H.Í. 1973-1974 og í Noregi 1978-1979.
Hún var kennari í Barnaskólanum í Eyjum 1969-1973, í 50% stöðu í Digranesskóla í Kóp. 1973-1974, kennari barna úr Eyjum gosveturinn 1973 í Hveragerði, sérkennari í Barnaskólanum í Eyjum frá 1974-2018, þar í 50% starfi 2009-2018 og 50% starfi í Framhaldsskólanum 2009-2021.
Ólöf var sæmd íslensku fálkaorðunni 2022 fyrir þjónustu við fötluð börn.
Hún eignaðist barn með Jóni Pétri 1983.
Ólöf býr við Faxastíg 45 í Eyjum.

I. Barnsfaðir Ólafar er Jón Pétur Sveinsson verkstjóri, f. 19. desember 1953.
Barn þeirra:
1. Smári Jökull Jónsson kennari í Grindavík, f. 17. október 1983.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.