Sigurður Ólafsson (Sjónarhól)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 13. október 2023 kl. 16:36 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 13. október 2023 kl. 16:36 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Sigurður Ólafsson frá Ossabæ í V.-Landeyjum, sjómaður fæddist 8. nóvember 1870 og lést 2. maí 1950.
Foreldrar hans voru Ólafur (föðurnafn ekki skráð við skírn), og barnsmóðir hans Sigríður Ólafsdóttir, þá bóndadóttir í Ossabæ, f. 13. nóvember 1839, d. 7. ágúst 1886.

Sigurður var fósturbarn í Ossabæ 1880, var vinnumaður þar 1890 og 1901, kom frá Ossabæ að Búðarhól-Norðurhjáleigu í A.-Landeyjum 1905, var vinnumaður þar 1910.
Hann flutti til Eyja. Þau Jónína giftu sig 1917, eignuðust ekki börn, en hjá þeim var tökubarn, Sigurður Kristjánsson. Þau bjuggu á Sjónarhól 1934, en Jónína flutti til Reykjavíkur 1938.
Sigurður var þurfalingur í Þingholti við Kirkjuvegi 5 1940, sjúklingur á Sjúkrahúsinu 1945 og 1949.
Hann lést 1950.

I. Kona Sigurðar, (21. október 1917), var Jónína Árnadóttir, húsfreyja, f. 12. janúar 1864, d. 2. júní 1947.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.