Þorlákur Eyjólfsson (Vilborgarstöðum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 28. september 2023 kl. 10:41 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 28. september 2023 kl. 10:41 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Þorlákur Eyjólfsson (Vilborgarstöðum)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Þorlákur Eyjólfsson frá Ytri-Ásum í Skaftártungu, V.-Skaft, vinnumaður fæddist 21. júlí 1859 og lést 3. nóvember 1921 á Norðfirði.
Foreldrar hans voru Eyjólfur Eyjólfsson bóndi, f. 25. ágúst 1812 í Mörtungu á Síðu, d. 19. janúar 1878, og kona hans Margrét Oddsdóttir frá Mörtungu, húsfreyja, f. þar 17. september 1824, d. 17. janúar 1909.

Þorlákur var með foreldrum sínum í Ytri-Ásum 1861-1872, í Jórvík í Álftaveri 1872-1875, vinnudrengur á Á á Síðu 1875-1876, í Suður-Vík 1876-1880, fór þá að Kanastöðum í Landeyjum.
Hann flutti til Eyja, var vinnumaður á Vilborgarstöðum 1890.
Hann flutti til Norðfjarðar 1894, var vinnumaður þar 1910 og 1920.
Þorlákur lést 1921, ókvæntur.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.