Þórgunnur Hjaltadóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 8. september 2024 kl. 14:55 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 8. september 2024 kl. 14:55 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Þórgunnur Hjaltadóttir hjúkrunarfræðingur, ljósmóðir fæddist 28. júní 1960.
Foreldrar hennar Hjalti Jónasson frá Flatey á Skjálfanda, skólastjóri, f. 19. mars 1927, d. 5. apríl 2015, og Jóhanna Jóreiður Þorgeirsdóttir kennari, f. 1. september 1930 á Litla-Bakka á Akranesi, d. 21. apríl 2005.

Þórgunnur lauk Verslunarskóla Íslands 1977, lauk námi í H.S.Í. í september 1982 og námi í Ljósmæðraskólanum (L.M.S.Í.) í júní 1984.
Hún var ljósmóðir í Sjúkrahúsinu í Eyjum september 1984 til apríl 1986, hjúkrunarfræðingur mars til júlí 1987, deildarstjóri handlækningadeildar júlí til október 1987, ljósmóðir frá október 1987.
Þau Sigurjón Ragnar giftu sig 1988, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu við Ásaveg 27, fluttu til Reykjavíkur um áramótin 1989-90, búa nú við Skógarveg í Rvk.

I. Maður Þórgunnar er Sigurjón Ragnar Grétarsson skipstjóri, rafeindavirki, f. 21. október 1954.
Börn þeirra:
1. Ellisif Sigurjónsdóttir, með M.A.-próf í siðfræði og M.Sc.-próf í markaðsfræði og alþjóða viðskiptum, f. 15. apríl 1986. Hún vinnur hjá Nox Medical. Maður hennar Baldur Bett.
2. Jóhanna Sigurjónsdóttir, með MPA-próf í H.Í., sérfræðingur í innviðaráðuneytinu, f. 25. júní 1991. Sambúðarmaður hennar Arnar Geir Sæmundsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.