Pálína Skjaldardóttir (hjúkrunarfræðingur)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 5. september 2023 kl. 13:10 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 5. september 2023 kl. 13:10 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Pálína Skjaldardóttir (hjúkrunarfræðingur)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Pálína Hrönn Skjaldardóttir.

Pálína Hrönn Skjaldardóttir hjúkrunarfræðingur fæddist 10. maí 1955 á Akureyri.
Foreldrar hennar Skjöldur Stefánsson útibússtjóri, f. 11. júlí 1935, d. 3. september 2008, og kona hans Sigríður Kristín Árnadóttir húsfreyja, f. 2. nóvember 1934.

Pálína varð gagnfræðingur í Stykkishólmi 1972, lauk námi í 5. og 6. bekk í Lindargötuskóla í Rvk 1974, lauk námi í N.H.S. í desember 1978.
Hún var hjúkrunarfræðingur á augndeild Landakotsspítala janúar 1979 til apríl 1980 og febrúar 1981 til september 1985, á Sjúkrahúsinu í Eyjum september 1985 til júlí 1987. (Þannig 1991).
Þau Hafliði giftu sig 1975, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu við Foldahraun 39 I 1986.

I. Maður Pálínu, (12. júlí 1975), er Hafliði Kristinsson kennari, f. 4. júní 1951. Foreldrar hans Kristinn Hafliðason, f. 18. september 1915, d. 26. ágúst 1974, og kona hans Anna Margrét Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 29. júlí 1917, d. 2. mars 2010.
Börn þeirra:
1. Kristinn Hafliðason, f. 3. júní 1975.
2. Daníel Hafliðason, f. 1. apríl 1980.
3. Lára Hafliðadóttir, f. 18. júlí 1987.
4. Lísa Hafliðadóttir, f. 24. nóvember 1991.
Barn Hafliða:
5. Trausti Hafliðason, f. 5. júlí 1973.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Hjúkrunarfræðingatal I-III. Hjúkrunarfélag Íslands 1969-1992.
  • Íbúaskrá 1986.
  • Íslendingabók.
  • Morgunblaðið 23. mars 2010. Minning Önnu Margrétar Guðmundsdóttur.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.