Ragnhildur Björnsdóttir (hjúkrunarfræðingur)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 5. september 2023 kl. 11:55 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 5. september 2023 kl. 11:55 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Ragnhildur Björnsdóttir (hjúkrunarfræðingur)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Ragnhildur Björnsdóttir.

Ragnhildur Björnsdóttir hjúkrunarfræðingur fæddist 6. júlí 1947 í Reykjavík og lést 5. maí 1998.
Foreldrar hennar voru Björn Malmfred Björnsson skrifstofumaður, f. 16. febrúar 1913 í Noregi, d. 18. febrúar 1998, og kona hans Hulda Margrét Kristjánsdóttir húsfreyja, f. 13. ágúst 1920, d. 27. júlí 1994.

Ragnhildur lauk landsprófi í Gagnfræðaskólanum í Vonarstræti í Rvk 1964, lauk námi í H.S.Í. í september 1969.
Hún var hjúkrunarfræðingur á handlækningadeild Borgarspítalans september 1969 til september 1970, Östra sjukhuset í Gautaborg , farsóttadeild, ágúst 1971 til maí 1973, á Sjúkrahúsinu í Eyjum apríl 1976 til júlí s. ár., á Bassjukhuset Lidköping í Svíþjóð, lyflækningadeild, október 1976 til febrúar 1978, Sjúkrahúsinu í Eyjum, lyflækningadeild, frá maí 1978. (Þannig 1979).
Þau Gunnar Ingi giftu sig, eignuðust þrjú börn, en skildu.

I. Maður Ragnhildar, skildu, er Gunnar Ingi Gunnarsson, f. 21. ágúst 1946. Foreldrar hans Gunnar Þorbjörn Gunnarsson, f. 8. ágúst 1926, d. 28. mars 2007, og Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir, f. 16. nóvember 1923, d. 26. ágúst 1988.
Börn þeirra:
1. Hulda Margrét Gunnarsdóttir, f. 2. október 1966.
2. Guðrún Katrín Gunnarsdóttir, f. 16. febrúar 1972. Sambúðarmaður Ingólfur A. Magnússon.
3. Svanhildur Ásta Gunnarsdóttir, f. 4. nóvember 1974. Sambúðarmaður Konráð Þór Snorrason.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Hjúkrunarfræðingatal I-III. Hjúkrunarfélag Íslands 1969-1992.
  • Íslendingabók.
  • Morgunblaðið 25. febrúar 1998. Minning Björns M. Björnssonar.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.